Brúntóna augnförðun með NoName – NN Studio

Brúntóna augnförðun með NoName

Hér sýni ég ykkur augnförðun með brúnum tónum. Brúnir litatónar geta verið varasamir ef þeir eru ekki valdir rétt saman. Við römmum inn augun með dökkum eyeliner, annaðhvort svörtum augnblýanti eða svörtum eyeliner og skerpum augnsvipinn. Ef við notum eingöngu milda, brúna tóna og ekkert dökkt með er hætta á að augun verði litlaus og við þreytulegar fyrir vikið. Veljum ljósa brúna liti með smá perlu áferð (ekki sanserað) og svo annan dekkri til að skyggja. Síðan endum við á svörtum blýanti eða eyeliner alveg við augnhárin og svörtum maskara. Það er flott að nota hvítan augnblýant inn í augnhvarma til að stækka augun og gera hvítuna hvítari. Muna að þrífa oddinn á hvíta blýantnum áður en við setjum hann inn í augnhvarmana.

 

Smelltu hér til að horfa á myndbandið

 

Það sem ég nota í þessari förðun er eftirfarandi: 

Augnskuggagrunnur Noname - Lepo augnskuggar nr 30 og 31 - hvítur augnblýantur - svartur Noname maskari - brúnn Noname augabrúnalitur - Lepo Mousse farði nr 2 - Bronze frá Lepo.

Augabrúnaliturinn frá Noname.

Smelltu hér til að versla 

 


Deila þessari færslu


Skrifa athugasemd

Athugasemdir verða að vera samþykktar af stjórnenda

2 Athugasemdir

  • QbZNadVhD

    • jKOqZsTMeCUE
  • NTKgWhev

    • cCojAHJnQexEw