Lokavika Útsölu í NoName – NN Studio

Lokavika Útsölu í NoName

Smelltu hér til að skoða myndbandið 

Við viljum benda ykkur á að seinasta vika útsölunnar okkar verður í næstu viku og því er enn hægt að gera stórkostleg kaup! Allar vörur á 50-70% afslætti og fræga 2.000 kr. sláin er sneisafull af bolum, peysum, kápum, kjólum og blússum svo dæmi séu nefnd. 

Nokkrir Angelle Milan kjólar fást nú á 4.900 kr. (voru 9.800 kr.), en oftast þá í stærðum S eða stærðum 48-50.

Allar kápur fást nú á 6.000-8.000 kr., við erum í raun að tala um rýmingarsölu! 

Buxur frá Christy og HG kosta nú aðeins 2.000 kr.! sem er nánast gjöf en ekki gjald, þetta eru þó eingöngu stærri stærðir til í númerum 4-5-6 sem samsvarar 46-54. Flottar gallabuxur, kvartbuxur sem og svartar og hvítar síðbuxur.

Sparilegir en klassískir kjólar eins og þessi á myndinni fást núna á aðeins 5.450 kr.

Allt skart nema, Krákan, á 2.000 kr. sem og húfur og treflar kosta einnig 2.000 kr. Útsalan er einnig í netverslun okkar og mjög auðvelt að klikka bara á textann efst á heimasíðu okkar þar sem stendur útsala og þá ferðu beint inn á útsöluvörur og sérð úrvalið sem enn er eftir, en bendum á að aðeins brot af útsöluvörunum er rata á Netið, úrvalið er mun meira í verslun okkar í Garðatorgi 4. 

Ekkert mál að hringja og versla í gegn um síma, munið símanúmerið: 533-2223 ef þið sjáið spennandi flíkur á myndbandinu okkar.

ÁRÍÐANDI tilkynning! Við verðum með lokað laugardaginn 23. janúar vegna breytinga. Netverslunin er þó alltaf opin!

 


Deila þessari færslu


Skrifa athugasemd

Athugasemdir verða að vera samþykktar af stjórnenda