Förðunarnámskeið NONAME – NN Studio

Hópnámskeið 4-6 saman.

Stutt og hnitmiðað förðunarnámskeið þar sem kennd eru grunnatriði dag- og kvöldförðunar, umhirða húðar og mismunandi skyggingar. Farið yfir val á áhöldum. Frábær leið til að læra að farða sig sjálf, grunnförðun sem nýtist alla tíð.
Fyrir alla aldurshópa frá 15 – 80+ ára.
Námskeið fyrir saumaklúbba, hópa og vinnustaði – eftir samkomulagi – um allt land. Komum í heimahús, vinnustaði eða þangað sem um semst.
Kennari Kristín Stefánsdóttir snyrti- og förðunarmeistari.

Hópnámskeið sem miðast við minnst  4 og mest 6 í hóp. Bjóðum einnig upp á að koma færri í hóp frá 1-4  en þá kostar námskeiðið 20.000 kr. sem deilist á þann fjölda sem kemur.

Smelltu hér til að senda fyrirspurn um næstu lausa daga.

VEGNA COVID ÁSTANDS ER EKKI BÓKAÐ FYRR EN Í OKTÓBER.

Fyrirspurnir berast í gegnum sala@noname.is eða í síma 533-2223

 

Verð 6.500

Hópanámskeið í förðun

 

 

 

Smelltu hér til að senda fyrirspurn um næstu lausa daga. Þá sendum við þá lausa daga sem í boði eru. Einnig er hægt að senda okkur fyrirspurn ef um sérstaka dagsetningu er að ræða sem óskað er eftir.

Fyrirspurnir berast í gegnum sala@noname.is eða í síma 533-2223

Einkanámskeið með Kristínu Stefáns

Þetta námskeið er fyrir þær konur sem vilja koma einar og fá nægan tíma að læra. Einkakennsla með Kristínu Stefáns snyrti-og förðunarmeistara sem kennir þér dag- og kvöldförðun sem er sérsniðin fyrir þig. Innifalið í námskeiðinu er leiðbeiningablað, gjafapakki og aukatími eftir samkomulagi þar sem farið er aftur yfir þau atriði sem kennd voru. Fylgjum þér eftir og allar læra förðun sem henta sér. Tilvalið fyrir þær sem vilja endunýja, læra nýja förðun eða bara rifja upp. 

Verð 19.000

Smelltu hér til að senda fyrirspurn um næstu lausa daga. Oftast eru einkanámskeiðin að degi til en hægt að fá tíma á kvöldin eða á laugardögum. 

Tekur 2 tíma, svo er aukatími sem tekur ca 15 min sem er farið yfir það sem viðkomandi hefur æft sig á eftir námskeiðið.

 

Smelltu hér til að senda fyrirspurn um næstu lausa daga.