Shea Butter vörur – NN Studio

Hvaðan kemur Shea Butter?
Shea butter er í grunninn olían sem kemur úr fræi úr Shea Butter tréi sem finnst í Afríku. 
Þetta er náttúru efni og er notað í matargerð í sumum Afríku löndum. Shea Butter er mjög vinsælt í snyrtivöru heiminum og hægt að finna efnið í rakakremum, hárvörum, sápum, varalitum og fleiri vörum. 

Kostir Shea Butters eru óteljandi og er helsti kosturinn hversu rakagefandi efnið er. Shea Butter er þekkt fyrir að mýkja húðina og gefa raka. Það er vegna þess að Shea Butter inniheldur rakagefandi olíur. 
Það bætir náttúrulega vörn húðinnar fyrir utankomandi áhrifum einsog ryki og óhreinendum í loftinu. 

Samkvæmt rannsóknum frá Journal of Oleao Science þá inniheldur er Shea Butter ákveðin efnasambönd sem eru bólgueyðandi. Það gerir það að verkum að efnið er fullkomið til að róa og næra húð í uppnámi, einsog mikinn þurrk, bólgur í húð og útbrot. 
Shea Butter er gott fyrir exemi og er frabært til að bera á húðina eftir sólbruna eða viðkvæmri húð eftir sól. 

Shea butter er einng þekkt fyrir að vera gott til að græða ör vegna þess að ríkt fitusýrumagn í innihaldsefninu hjálpar við að mýkja örvefi og getur flýtt fyrir heilsunarferlinu. 

Samkvæmt Journal of Agricultural Food and Chemistry þá inniheldur Shea Butter töluvert magn af andoxunarefnum, þar á meðal A og E vítamín. 
Andoxunarefni hafa verið leiðandi í húðvörum sem sporna gegn öldrun húðar og með því að bera Shea Butter á húðina þá fær hún öll þau næringarefni sem húðin þarf.