Kennarar

Sigríður Rósa Bjarnadóttir
Förðunar- og hárkollumeistari

Hún hefur starfað við fagið í 30 ár og starfað í myndum eins og Hross í oss, Fiskur á þurru landi, The Secret Life of Walter Mitty, Heimsendir og Stelpunum. Hún hefur einnig starfað í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hún er sjálfstætt starfandi í dag (freelance).

Steinunn Þórðadóttir förðunarmeistari

Steinunn útskrifaðist úr Förðunarskóla EMM árið 2005  í tísku-og ljósmyndaförðun og stílistann. Árið 2010 fór hún til London og menntaði sig í London Academe of media, film og T.V, Special effect námi.

Myndir sem Steinunn hefur unnið að eru meðal annars:
Grafir og Bein, Borgríki 2 , Málmhaus, Svartur á leik ásamt fjölmörgum auglýsingum og tískutökum.

Steinunn vann Edduna árið 2014 fyrir förðun og gerfi í myndinni  Málmhaus og var tilnefnd til Eddunnar árið 2013 fyrri Svartur á Leik.

Hún hefur meðal annars farðað fyrir eftirtalinna viðskiptvini:  Björk, Yoko Ono, Miu Miu, Apple, Sóley Organics, Mac cosmetics.

SFX kvikmyndaförðun

Verð: 290.000

Innifalið vörupakki frá Kryolan ásamt kennsluefni og myndatöku af lokaverkefni sem unnið er að á námstíma.

Bjóðum upp á Vísa og Euro raðgreiðslur allt að 36 mánuðum og Greiðslumiðlun.

Á námskeiðinu læra nemendur hvernig er að vinna við kvikmyndir en þaulreyndir kennara með áralanga reynslu í faginu kenna nemendum og miðla af reynslu sinni. 
 
Nemendur læra allt sem viðkemur SFX förðun, sár, ör, Zombie, karakterhönnun, öldrun,  frost og bruni, búa til grímur og aukahluti, skalla og farið er ýtarlega  yfir vörur og efni sem notuð eru, en nemendur fá veglegan vörupakka frá Kryolan. Nemendur læra grundvallaratriðin á bak við karakterhönnun og vinnu við handrit.
 
Kennara skólans eru þaulreyndir í faginu, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Steinunn Þórðardóttir , en þær eru báðar starfandi við fagið.  Steinunn hlaut meðal annars Edduna fyrir förðun og gervi í Málmhaus og vann við myndir eins og Grafir og Bein og Borgríki 2,  en Sigríður Rósa vann meðal annars til fjölda ári í þjóðleikhúsinu, Latabæ, The Secret Life of Walter Mitty og fleiri verkefni.

Förðunarnámskeið 3 klst

Stutt og hnitmiðað förðunarnámskeið þar sem kennd verða grunnatriði dag- og kvöldförðunar og umhirða húðar og mismunandi skygginar. Farið yfir val á áhöldum. Frábær leið til að læra að farða sig sjálf, grunnförðun sem nýtist alla tíð. Fyrir alla aldurshópa frá 15 – 80+ ára.
Námskeið fyrir saumaklúbba, hópa og vinnustaði – eftir samkomulagi – um allt land. Komum í heimahús, vinnustaði eða þangað sem um semst.
Kennari Kristín Stefánsdóttir snyrti- og förðunarmeistari.

3 tímar
5000 kr

Einkanámskeið

Einkakennsla þar sem þú verður ein með förðunarmeistara sem kennir þér dag- og kvöldförðun sem er sérsniðin fyrir þig. Innifalið í námskeiði er leiðbeiningablað, vörur og aukatími eftir samkomulagi fyrir eftirfylgni í þeim atriðum sem kennd, eftir að þú hefur fengið smá tíma til að æfa þig.

Einkanámskeið
19.000 kr

Sækja um

FörðunarnámskeiðEinkanámskeiðSFX kvikmyndaförðun Jan/Feb 2018