Nýárskveðja frá NN Studio

Nýárskveðja frá NN Studio

Hæhæ allir saman!

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu. Við stelpurnar í NN Studio erum svo þakklátar fyrir viðskiptin, kunningsskapinn, gleðina og jákvæðnina á árinu sem var að líða og hlökkum ekkert smá til að hitta ykkur á nýju ári. 

Þetta eru fordæmalausir tímar svo ekki sé meira sagt! Það er búið að vera hálf skrítin þessi síðastliðin tvö ár með Covid ástandið, það eru allir einhvern vegin að bíða eftir að þetta klárist, þannig að við getum byrjað okkar eðlilega líf aftur. Innst inni held ég samt að þetta verði framtíðin: gríman, sóttvarnir, minni hópar og allir meðvitaðir að heimurinn er breyttur.

Hinsvegar þá má ekki gleyma aðal málinu. Jákvæðnin sem ég tel vera besta förunaut okkar og gerir ekkert annað en bæta líf okkar og tilveru. Við getum ekki breytt umheimnum en við getum aðlagað okkur og reynt að sjá það jákvæða í öllu sem gerir lífið mikið skemmtilegra.

Síðasta ár var heldur betur annasamt hjá okkur í NN Studio og mikið að gerast. Í byrjun árs byrjaði hún Margrét markaðsstjóri, en þið hafið heyrt rödd hennar á bak við myndbands tökurnar, einnig bættist í hópinn sölukonurnar okkar Björg og Gerður sem þið hafið séð í versluninni ásamt okkur Sigrúnu. Í dag erum við orðnar 7 samtals í NN Studio og 8 þegar Lára Kráka mætir á staðinn. Ekki nóg með að við bættum við starfsfólki heldur stækkuðum við og erum komnar með lagerhúsnæði í Hafnarfirði þar sem við vorum búnar að sprengja utan af okkur í Garðatorgi.

Margt nýtt kom á árinu til okkar í NN Studio, í NoName Beauty kom sléttujárnið frábæra og bættist í hóp flottra tækja sem öll hafa það sameiginlegt að vera framleitt undir NoName vörumerkinu með íslenskum leiðarvísi og 2 ára ábyrgð.  hágæða tæki sem virka vel. Fyrir var hitarúlluburstinn, töfratækið og augabrúnasnyrtirinn. 

 

Við vorum allar mjög stoltar af því þegar NoName Beauty silki línan kom í hús, það tók mig allt árið að hanna og velja rétta silkið. Covid hefur verið að setja strik í reikninginn varðandi allar sendingar til landsins og stoppað okkur að ferðast fyrir utan landsteina að hitta heildsala. Þannig ég eyddi mörgum tímum fyrir framan tölvuna að finna rétta heildsala sem gátu framleitt þetta fyrir okkur og uppfyllt allar okkar kröfur. 

Þegar vörurnar komu loksins þá var stutt í jólin og við mjög glaðar, silkið sló í gegn og við höfum fengið frábær ummæli um silkið. 

Næsta ár mun NoName Beauty stækka ört og margt skemmtilegt bætast við í gjafavörulínuna. 

 

Einnig stækkaði NoName Cosmetics förðunarlínan svo um munar og úrvalið orðið eins og í "gamla daga" eitthvað fyrir konur á öllum aldri. En NoName er íslenskt vörumerki hannað af mér, Kristínu og hefur verið á markaðnum með breytingum í yfir 35 ár. Ofnæmsiprófaðar, ilmefnalausar og hágæða snyrtivörur. Einnig kom ný húðlína í NoName sem inniheldur virk náttúruleg efni, eins og Aloe Vera, Shea butter og jojoba til að nefna nokkur. Svo má ekki gleyma bestu fréttunum,  augabrúnatússinn okkar vinsæli kom aftur nýr og endurbættur, tveir litir ljós og dökkur og svo einn sem er með eyeliner einnig. 

 

Svo má ekki gleyma nýju brúnkulínunni frá NoName sem leit dagsins ljós í haust og er sérhönnuð hvað varðar lykt og virkni, mildur keimur, auðveld í notkun og litir sem henta öllum konum.

Nýjungarnar halda áfram að bætast við og sú stærsta sem ég tilkynni með spenningi hér og nú!

Það er að koma ný fatalína! NoName Design sem er hönnuð með það að leiðarljósi að vera þægileg, klassísk og í góðum stærðum, frá 38/40 til 52/54, sérframleidd fyrir okkur í samstarfi við fatahönnuð í Úkraníu, lítið frumkvöðlafyrirtæki sem eingöngu konur vinna hjá. Erum svo spenntar að sýna ykkur þegar það verður tilbúið.

Eins og þið sjáið var mikið um að vera og bara fjör og gleði að taka á móti ykkur og svo skemmtilegt að kynnast ykkur, verður svo persónulegt sem er það sem okkar litla Dekurbúð gengur út á, persónuleg og heiðarleg þjónusta:) þið erum bestar og við líka :)

knús og kossar frá okkur öllum og farið varlega.

Kristín Stefáns

 

 

  |  

Fleiri færslur

0 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar