Bloggið – No Name island

Bloggið

Breyta augnförðun frá dagförðun yfir í kvöldförðun.

Breyta augnförðun frá dagförðun yfir í kvöldförðun.

Smelltu hér til að skoða myndbandið. 

 

Það er ekkert mál að breyta dagförðun í kvöldförðun og við þurfum ekki að þrífa allt af og byrja upp á nýtt, nei alls ekki, við bara byggjum á góðum grunni frá dagförðuninni. Þegar við komum stressaðar heim eftir vinnu og allt of seinar í kokteilboðið, þá bara reddum við okkur á þennan hátt í þessi fáu skipti sem við erum seinar fyrir. Byrjum á að nota t.d stift farðann frá Noname og bæta aðeins á farðann,...


Óæskilegur hárvöxtur, mismunandi aðferðir að fjarlægja hár.

Óæskilegur hárvöxtur, mismunandi aðferðir að fjarlægja hár.

Smelltu hér til að horfa á myndbandið.

 

Hár taka upp á því að vaxa á líkamssvæðum sem þeirra er ekki óskað. Mjög oft koma hár í andlit sem getur orsakast af mörgum þáttum, t.d. aldri, hormónaójafnvægi, lyfjagjöf, breytingarskeiði kvenna eða arfgengi. Oft á tíðum getur hárvöxtur orsakast af of mikið myndast af karlhomóninu testoseróni í líkamanum, en hægt er að mæla það með einfaldri blóðprufu. Margar konur fara í það að plokka, raka eða klippa þessi hár en staðreyndin er einfaldlega sú að hárin vaxa ALLTAF AFTUR. Hver og ein kona...


Hvernig veljum við réttan farða ?

Hvernig veljum við réttan farða ?

Smelltu hér til að skoða myndbandið. 

 

Hvaða farða á ég að nota? Þunnan, þykkan, þekjandi og hvaða lit? Dökkan, ljósan, gylltan eða ...? Farðaheimurinn er alger frumskógur. Ég ætla þó að reyna að fræða  ykkur um það hvernig við veljum réttan farða og lit.  

Farðinn er ein besta vörnin sem húðin fær gegn utanaðkomandi áhrifum eins og ryki, kulda, hitabreytingum og daglegu áreiti sem húðin verður fyrir. Léttur farði ver húðina og hjálpar til við að vinna á roða og...


Brúntóna augnförðun með NoName

Brúntóna augnförðun með NoName

Hér sýni ég ykkur augnförðun með brúnum tónum. Brúnir litatónar geta verið varasamir ef þeir eru ekki valdir rétt saman. Við römmum inn augun með dökkum eyeliner, annaðhvort svörtum augnblýanti eða svörtum eyeliner og skerpum augnsvipinn. Ef við notum eingöngu milda, brúna tóna og ekkert dökkt með er hætta á að augun verði litlaus og við þreytulegar fyrir vikið. Veljum ljósa brúna liti með smá perlu áferð (ekki sanserað) og svo annan dekkri til að skyggja. Síðan endum við á svörtum blýanti eða eyeliner alveg við augnhárin og svörtum maskara. Það er flott að nota hvítan augnblýant inn í augnhvarma til að...


Augnförðun fyrir stór augnlok

Augnförðun fyrir stór augnlok

Eins og það er fallegt að skarta stórum augnlokum og augabrúnasvæði þá getur verið mjög flókið að farða þannig augu. Gott er að muna að ljósir litir stækka og dökkir minnka. Þessi vitneskja auðveldar okkur að skilja betur hvað við eigum að nota. Til að byrja með notum við eingöngu dekkri liti og helst hálf matta eða alveg matta, því litir með perluáferð stækka augun. Síðan er nauðsynlegt að nota svartan eyeliner og nú má hann vera breiður og sjást þar sem nóg svæði er til afnota. Einnig er mjög gott að nota hann inn í augnhvarmana til að minnka stór augu....