Bloggið – Page 3 – No Name island

50% afsláttur af útsöluvöru í janúar - afsláttur reiknast í pöntunarferlinu. Smelltu hér til að skoða

Bloggið

Lita augnhár og augabrúnir með ektalit

Lita augnhár og augabrúnir með ektalit

Gott að geta bjargað sér sjálfur með því að lita sig heima. Hér sýni ég það á einfaldan hátt.

Smelltu hér til að skoða myndbandið.

Mjög gott er að fara til snyrtifræðings í litun og plokkun reglulega, en þar sem liturinn á augnhárunum og augabrúnunum endist ekki lengur en ca. viku til tvær, þá er gott að geta gripið í það ráð að lita sig sjálfur heima. Það er ekkert mál og við getum allar gert sjálfar, milli þess sem við förum svo á snyrtistofu og látum dekra við okkur. Hægt er að kaupa lit í apótekum...


Hefur þú lent í því að augnskugginn hrynji niður á kinnar ?

Hefur þú lent í því að augnskugginn hrynji niður á kinnar ?

Við könnumst allar við þetta vandamál, en það þarf ekki að gerast aftur!

 

Smelltu hér til að skoða myndbandið.

Augskuggafestir er eitt af því sniðugra sem komið hefur á markaðinn! Krem formúla sem við setju á augnlokin til að festa augnskuggan, fá réttan lit fram og koma í veg fyrir að hann hrynji niður á kinn.

Mjög einfalt í notkun og algjör bylting í augnförðun. Við byrjum á að bera lítið magn af augnskuggfestir með hreinum fingrum, erfiðara að nota bursta þar sem hættan er að setja of mikið magn. Dúmpa yfir svæðið oftast eingöngu augnlok og...


Hyljari þrískiptur -notkun

Hyljari þrískiptur -notkun

Það er ekki sama hvernig við notum hyljara, hér sýni ég ykkur hvernig best er að nota hann og hvað ber að hafa í huga. 

Smelltu hér til að skoða myndbandið. 

Flestar þurfum við að nota hyljara/consealer sem er sérstakur farði þykkari en annar farði og hylur betur dökk svæði undir augunum sem við köllum bauga. Þegar við setjum hyljarann á þá leggjum við áherslu á að fela eingöngu það dökka svæði sem sést en ekki dreifa honum út á gagnaugað þar sem fínar hláturslínur hafa myndast. 

Best er að nota hreina fingur til að dúmpa litnum undir...


Augnhárabrettari - Hvernig notum við hann ?

Augnhárabrettari - Hvernig notum við hann ?

Smelltu hér til að skoða myndbandið. 

 

Þegar brettari er nefndur á nafn verða margar konur skelfingu lostnar og kvíða mikið fyrir því að prófa þetta áhald. Sumar halda að þetta fari íllla með augnhárin og þau detti bara af. Þær sögusagnir eru komnar frá þeim konum sem notuðu maskarann fyrst og brettu svo, þá vildu hárin festast við gúmmíið og verða þar eftir. Þetta er nauðsynlegt áhald og sérstaklega fyrir augnhár sem liggja beint fram. Með því að bretta augnhárin fá þau...


Breyta augnförðun frá dagförðun yfir í kvöldförðun.

Breyta augnförðun frá dagförðun yfir í kvöldförðun.

Smelltu hér til að skoða myndbandið. 

 

Það er ekkert mál að breyta dagförðun í kvöldförðun og við þurfum ekki að þrífa allt af og byrja upp á nýtt, nei alls ekki, við bara byggjum á góðum grunni frá dagförðuninni. Þegar við komum stressaðar heim eftir vinnu og allt of seinar í kokteilboðið, þá bara reddum við okkur á þennan hátt í þessi fáu skipti sem við erum seinar fyrir. Byrjum á að nota t.d stift farðann frá Noname og bæta aðeins á farðann,...