Bloggið – Page 3 – No Name island

Bloggið

Brúntóna augnförðun með NoName

Brúntóna augnförðun með NoName

Hér sýni ég ykkur augnförðun með brúnum tónum. Brúnir litatónar geta verið varasamir ef þeir eru ekki valdir rétt saman. Við römmum inn augun með dökkum eyeliner, annaðhvort svörtum augnblýanti eða svörtum eyeliner og skerpum augnsvipinn. Ef við notum eingöngu milda, brúna tóna og ekkert dökkt með er hætta á að augun verði litlaus og við þreytulegar fyrir vikið. Veljum ljósa brúna liti með smá perlu áferð (ekki sanserað) og svo annan dekkri til að skyggja. Síðan endum við á svörtum blýanti eða eyeliner alveg við augnhárin og svörtum maskara. Það er flott að nota hvítan augnblýant inn í augnhvarma til að...


Augnförðun fyrir stór augnlok

Augnförðun fyrir stór augnlok

Eins og það er fallegt að skarta stórum augnlokum og augabrúnasvæði þá getur verið mjög flókið að farða þannig augu. Gott er að muna að ljósir litir stækka og dökkir minnka. Þessi vitneskja auðveldar okkur að skilja betur hvað við eigum að nota. Til að byrja með notum við eingöngu dekkri liti og helst hálf matta eða alveg matta, því litir með perluáferð stækka augun. Síðan er nauðsynlegt að nota svartan eyeliner og nú má hann vera breiður og sjást þar sem nóg svæði er til afnota. Einnig er mjög gott að nota hann inn í augnhvarmana til að minnka stór augu....


Umhirða húðarinnar á Covid tímum

Umhirða húðarinnar á Covid tímum

Húðin er stærsta líffæri okkar og við verðum alltaf að hugsa vel um hana. Pössum að ofgera ekki hlutunum; gott að muna "less is more".  Núna á þessum skrítnu Covid tímum þurfum við oft að vera með grímur, sem er ekki er gott til lengdar fyrir húðina í kring um nef og munnsvæði. Við þurfum að þvo okkur vel á kvöldin með köldu vatni og næra húðin vel með góðu næringarkremi sem hentar okkar húð. Einnig er mjög mikilvægt að vera með farða alla daga, en léttur farði ver húðina gegn utanaðkomandi áhrifum og þó svo gríman hylji...


Algeng förðunarmistök

Algeng förðunarmistök

Nú sýni ég ykkur algeng förðunarmistök sem margar konur lenda í og halda stundum að þetta eigi að vera svona. Allskonar kennslumyndbönd eru á YouTube þar sem oft er verið að nota of mikið að öllu og aðferðirnar ekki beint að henta konum sem vilja náttúrulega förðun.
Hér sýni ég ykkur á einfaldan hátt hvernig við eigum ekki hægra megin og svo réttu aðferðina vinstra megin. Munið stelpur Less is More:)