Rauðar jólavarir

Rauðar jólavarir

Smelltu hér til að skoða myndbandið

 

Nú er tíminn til að nota rauðan varalit og ef þú hefur ekki prófað þá bara láta vaða, en horfðu samt áður á stutt video þar sem ég sýni hvernig við setjum á okkur rauðan varalit og hvernig við veljum réttan tón. 

Við getum allar notað rauðan varalit, en við verðum að finna út hvaða tón við viljum og styrkleikan á litnum, viljum við mildan, bjartan, mattan eða glossaðan ? Byrjunin er að finna út hvaða litatónn klæðir okkur best. Erum við í köldum tónum sem eru vínrauður, bleikrauður, sterkrauður eða heitum tónum sem er orangerauðir, ferskjurauðir eða brúnrauðir ? Best er að fá ráðgjöf hjá fagfólki til að finna rétta litinn.

Mæli alltaf með að nota varalitabursta til að fá rétta áferð og ráða betur við að blanda litnum saman við varalitablýant.

Passa sig á að nota ekki of mikið gloss, hætta á að það smitist út fyrir og fari á tennur.

Ef þú vilt fá fallega mótaðar varir notar þú alltaf varalitablýant, þannig minnkar þú einnig líkurnar á að varaliturinn smitist út fyrir.

 

  |  

Fleiri færslur

0 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar