Það skiptir okkur máli að vinna með fyrirtækjum sem eru með sömu gildi og við.
Resibo er fyrirtæki sem er stofnað af konum og leita eftir náttúrulegum lausnum fyrir aðra.
Vörurnar eru vegna, lífrænar og með náttúruleg innihaldsefni.
Við bjóðum uppá ýmsa fræðslu í NN Studio.
Bæði fyrir einstaklinga og hópa. Dekurkvöldin eru mjög vinsæl fyrir hópa sem vilja fá fræðslu og koma og máta fatnað.
Ráðgjöfin er núna í boði utan opnunartíma þar sem stelpurnar gefa ráðgjöf varðandi allt í verslun okkar í NN Studio.
The perfect cream hefur verið eitt vinsælasta kremið frá Lepo. Kremið spornar gegn ofþornun í húð og tap á teygju andlits og háls, og hægt er að nota kremið til að gefa andlitinu ferskt útlit! Með Hyleronic Acid og Kollageni.
Augnkremið kom fyrir nokkrum mánuðum síðan og er algjör draumur.
Núna 2023 er nýjasta varan Face Booster sem er frábært serum. Serumið inniheldur aleo vera, kollagen og hyloronic acid sem eru allt mjög rakagefandi efni!
Sérfræðingar í hárumhirðu mæla með því að nota silki koddaver þar sem svefn á silki getur komið í veg fyrir þynningu hársins.
Silki getur komið í veg fyrir flækjur og klofna enda, silkið örvar raka, gefur glansandi áferð og dregur úr fituframleiðslu sem aftur minnkar líkurnar á að vera með feitt hár.
NoName Design línan er fyrir konur á öllum aldri og er með þægindin í forgangi. Línan er smart, tímalaus og klassísk sem hentar flestum tilefnum.
Fatalínan kemur í fjórum stærðum. Stærð 1 hentar best fyrir stærð 40-42 en við höfum fengið margar í 38 sem passa vel í stærð 1. Stærð 4 passar mjög vel á stærð 52+.
Hægt er að koma alla virka daga frá 11-18 á Garðatorg 4 að máta og á laugardögum frá 12-16.
Það er einnig hægt að panta alla línuna í netverslun hjá okkur :)
Brúnkulínan frá NoName Cosmetics uppfyllir allar þær kröfur sem við erum með. Það eru fjórar vörur í línunni. Froðan kemur í tveimur litum, ljósu og dökku, við erum við brúnkukrem sem byggir upp litinn og síðan frábæran brúnkuhanska.
Hægt er að horfa á fræðslu myndband á síðunni okkar :)
Hitarúlluburstinn fæst í tveimur stærðum og er mjög auðveldur í notkun.
2. ára ábyrgð fylgir öllum tækjum frá NoName Beauty
NN Studio er verslun í Garðabæ og á netinu. Vörur frá NoName ehf fást í versluninni.
NoName Cosmetics er íslenskt vörumerki sem hefur verið á markaði í 30 ár. Í dag hefur NoName stækkað og hægt er að finna NoName Beauty tækin, eins og hitarúlluburstann og töfratækið. Einnig er bráðlega hægt að finna NoName Design fatnað sem kemur í NN Studio fyrir jólin 2021.
Eigandi versluninnar er Kristín Stefánsdóttir sem hefur mikla reynslu í snyrtivöru og tískuheiminum. Kristín handvelur allar vörur inn í verslunina.
Opnunartími:
Mánudaga - fimmtudaga 11:00 - 18:00
Föstudaga: 10:00 - 17:00
Laugardaga: 11:00 - 15:00
Staðsetning: Garðatorgi 4, 210 Garðabæ
Síminn okkar er 533-2223
Netfang: sala@noname.is