Hæ hæ öll sömul, áramótakveðja

Gleðilegt nýtt ár

Hæhæ öll sömul!

Farið yfir árið 2022 með Kristínu í NoName.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu góðu. Mikið er nú árið 2022 búið að vera skemmtilegt og já svo gaman þegar við losnuðum undan öllum þessum höftum og við gátum farið að lifa eðlilegu lífi og hitta ástvini okkar og kunningja án þess að hafa áhyggjur og svo sannarlega var mikið um gleði, veisluhöld, tónleika, ferðalög og bara lifa lífinu án Covid. En eitt var mér efst í huga og sem ég tel vera mikinn kost hjá okkur íslendingum,  en það er hvað við erum fljót að gleyma! Já bara eins og engin heimsfaraldur hafi átt sér stað og gríman bara gömul minning, en þetta jú gerir okkur kleyft að halda áfram að lifa eðlilegu lífi.

Við stelpurnar í NN Studio höfum notið þess að stjana og dekra við ykkur og sjá framan í ykkur, okkar gömlu góðu fastakúnna, grímulausa. Það yljar okkur líka um hjartarætur þegar þið komið bara í spjall eða til að fá góð förðunarráð, við köllum búðina stundum litla félagsheimilið, enda þykir okkur svo vænt um ykkur öll.

Stærsti viðburður ársins í NN Studio er ekki spurning þegar við kynntum okkar eigin fatalínu undir merki NONAME Design, en línan er hönnuð af mér fyrir konur sem vilja klassísk gæða efni og þægileg föt sem eldast vel. Þetta var gert í  samvinnu við  saumstofu í Úkraínu og var þetta heilmikið ævintýri og sérstaklega að fá fyrstu sendinguna heim, en akkúrat þegar átti að senda vörurnar til Íslands lokaðist landið og stríðið byrjaði. En fimm mánuðum seinna fengum við sendinguna og kynntum hana í ágúst með pompi og prakt, takk fyrir frábærar móttökur. Sterk vinátta hefur myndast við Veru og saumakonurnar hennar í Úkraínu en hún hefur hjálpað konum að halda vinnu og stuðlað að öryggi þeirra sem skiptir öllu máli eins og staðan er í dag og munum við í Noname halda áfram samstarfi okkar og styrkja þannig lífsafkomu þeirra.

Flottu NONAME Design konurnar okkar.

Vera, eigandi saumastofunnar fyrir miðju og starfsfólk hennar í Úkraínu. 

Svo má nú ekki gleyma að nefna þessa skyndilegu frægð okkar á Tik Tok! vá hvað það fór „Viral“ haha við skemmtum okkur mikið yfir því „hæhæ stelpurnar í NONAME“ en stutt video með okkar frægu kveðju var notuð grimmt og stoltastar vorum við þegar stelpurnar í landsliðinu tóku upp video með Hæhæ stelpur. Bara gleði og jákvæðni gefur lífinu lit.

Svo má ekki gleyma Mömmu kjólnum sem slóg í gegn !  en mér þykir innilega vænt um móttökurnar á honum, þar sem hann er mér svo kær en hér er sagan á bak við hann:
Sagan bakvið mömmu kjólinn! 💖
Móðir Kristínar átti kjól sem Kristín erfði og þetta var kjóll sem Kristín var alltaf í þegar hún var heima.
Mamman var alltaf í kjól þegar hún var heima fyrir, í minningunni var hún alltaf fín en með þægindin alveg í fyrsta sæti. Kristín erfði síðan kjólinn og notaði mikið þegar hún var heima. Þetta er kjóllinn sem hún fór alltaf í þegar hún kom heim og lifði í honum á kvöldin og um helgar. ❤️
Kjóllinn er löngu orðinn slitinn og marg saumaður, Kristín ákvað þá að láta taka snið af kjólnum og laga hann aðeins, eins og að setja tvöfalt efni að framan og band að innan sem hægt væri að nota til að gefa kjólnum snið. Kristín endurhannaði kjólinn sem skiptir hana miklu máli. Með breytingunum þá er hægt að nota kjólinn utan heimilisins enda með réttum auka hlutum þá er hann sparilegur.
Mikið var spurt varðandi kjólinn og ákvað þá Kristín að fá fyrirtæki sem við vinnum með í París að sauma kjólinn fyrir okkur úr góðum efnum.
Kjóllinn er í einni stærð, sem hentar vel fyrir 40-52. Það er mikil teygja í efninu og bandið að innan gerir það að verkum að kjóllinn er mjög vel sniðinn að hverjum og einum.
 

Einnig komu skemmtilegar nýjungar í NoName eins og stækkunarspeglarnir flottu! Tvær týpur af ferðaspeglum með stækkun 5 og stækkun 10 með ljósi sem hægt er að breyta í dagsbirtu og kvöldbirtu. Frábær viðbót í línuna. Svo kom einnig nýtt ferðaburstasett með 8 burstum í lítilli tösku frá sama framleiðanda sem gerir kabuki farða burstann okkar, gæða förðunarburstar með litlu skafti sem auðvelt er að vinna með.

 

 

Margt spennandi mun gerast hjá okkur á nýja árinu og strax í janúar munum við tilkynna breytingar! Já spennandi tímar framundan og má ég segja að minnsta kosti frá einu spennandi sem ég veit að margar hafa beðið eftir og saknað! Við ætlum að byrja aftur með hópa förðunarnámskeiðin á fullu á næsta ári. En eins og margar vita þá hættum við að taka hópa í förðunarkennslu vegna Covid ástandsins en nú verður breyting á og munum við kynna það nánar í janúar. En þessi námskeið nutu mikilla vinsælda í um 35 ár! Frábær kvöldstund fyrir vinkonur, saumaklúbba eða mæðgur.

Við stelpurnar  í Noname langar að þakka ykkur fyrir frábært ár, viðskiptin, nýja vináttu og gamla, jákvæðnina og gleðina sem þið komið með ykkur í litlu dekurbúðina. Við hlökkum til nýs árs og vonum að þið njótið áramótanna með ykkar nánustu og gangið hægt um gleðinnar dyr.

Sjáumst hress á nýju ári.

Kristín, Margrét, Sigrún, Björg, Gerður, Guðrún, Svanhvít, Erla og Lára kráka.

 

 

 

 

  |  

Fleiri færslur

0 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar