NoName -Annáll 2020

NoName -Annáll 2020

Hæhæ stelpur ! 

Okkur langar að fara létt yfir þetta merkilega ár með ykkur, við stelpurnar í NoName því litla Dekurbúðin okkar náði nýjum hæðum í vörunýjungum og fjölda nýrra viðskiptavina. Árið byrjaði vel allir að hittast og knúsast, förðunarnámskeið á fullu og kominn biðlisti fram á vor; en svo skall á heimsfaraldur, allt fór í hægagang en litla dekurbúðin hélst opin með 2 metra reglunni og sótthreinsiflóði:) Við nýttum tímann vel og lögðum okkur allar fram við að bjóða upp fjölbreytt úrval af flottum fötum og ákváðum að nú yrði kvikmynda/video tökudögum fjölgað þar sem svo margar konur komust ekki til okkar í búðina og við vildum koma með fötin inn í stofu til ykkar :) Þetta sló rækilega í gegn og þökkum við ykkur kærlega fyrir móttökurnar og erum himinlifandi hvað þetta gladdi margar og nýttist vel. 

Kristín, eigandi og Sigrún, sölukona.

Vegna sóttvarnaráðstafana tók Netverslunin kipp og konur nýttu sér þá þjónustu sérlega vel og Svarti föstudagurinn var sá stærsti frá byrjun verslunarinnar og sérstaklega í netverslun. 

NoName konan sjálf hún Kristín henti í loftið í hátt yfir 200 myndskeiðum þar sem hún miðlaði til kvenna um land allt förðunarráðum og kennslu ásamt ýmsum skemmtilegum fróðleik í blogg færslum sem sendar voru út vikulega. Konan sú er svo sannanlega ekki hrædd við filterslausar myndir af sjálfri sér, það er nokkuð ljóst.

 

Meðal nýjunga á árinu voru: NoName Augabrúnasnyrtirinn sem sló rækilega í gegn  og hitarúlluburstinn varð jólagjöfin í ár, þessar frábæru vörur bættust í hópinn með Töfratækinu góða sem ennþá nýtur gríðarlegra vinsælda. 

Í byrjun desember kom svo enn ein nýjungin í viðbót en það var Hitarúlluburstinn sem áður var getið, hann sló svo nýtt met í viðbrögðum - fyrsta sending seldist upp á nokkrum mínútum! Það er óþarfi að örvænta, því von er á næstu sendingu í janúar 2021 

Fullt af nýjum andlitum bættust í fastakúnnahóp NoName - við óskum þeim ásamt eldri viðskipta gleðilegs nýs árs með bestu þökkum fyrir það gamla og þökkum við stelpurnar fyrir frábær kynni á árinu og hlökkum mikið til við að sjá og heyra frá ykkur á nýju ári. 

Enn og aftur, þá þökkum við fyrir viðskiptin, áhorfið, jákvæðnina og öll flottu brosin sem við fengum frá ykkur árið 2020. 

Sjáumst á nýju ári.

Kveðja stelpurnar í NoName. 

Kristín, Sigrún, Sigga, Lára og Guðrún.

  |  

Fleiri færslur

0 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar