Látum gott af okkur leiða í desember með NoName
Núna ætlum við að byrja á því að styrkja gott málefni á hverju ári alltaf í desember. Að þessu sinni ætlum við í samvinnu með Mörtu Grettisdóttur hannyrðakonu og selja þvottahreinsidúllur, eins og við köllum þær til styrktar Krabbameinsfélagi Vestmannaeyjar. Allur ágóði rennur til þeirra beint.
Hér sýni ég hvernig við notum þær með hreinsikreminu frá Lepo og hversu auðvelt þetta er og gott fyrir húðina, mjúkt og smá þægilegt nudd í leiðinni.
Setja tvær pumpur af Lepo hreinsikremi í lófann og nudda hringlaga strokum yfir allt andlit og augu, til að leysa upp allan farða, taka síðan dúlluna sem þið bleyttuð með köldu vatni og strjúkið yfir allt andlit, einfalt, fjótlegt og áhrifaríkt. Þrífur mjög vel allan farða og skilur húðina eftir mjúka og hreina, setja seinast andlitskrem.
Kostar 3.900 þvær dúllur og eingöngu hægt að kaupa í verslun okkar í Garðatorgi og einnig hægt að panta í síma 533-2223