Förðun fyrir slútandi augu

Förðun fyrir slútandi augu

Hæhæ stelpur!

Ég hef fengið margar fyrirspurnir varðandi hvernig ég mæli með að farða slútandi augu. Hún elsku Lára okkar sem hannar Krákuna bauðst til að vera módelið mitt í dag og sýni ég í nýju myndbandi hvernig ég farða fallegu augun hennar.

Allar vörur sem ég notaði er hægt að nálgast í netverslun hér:  https://noname.is/collections/fordun-fyrir-slutandi-augu

Ég ákvað að taka skrefin saman til að auðvelda ykkur við að farða slútandi augu.

 Skref 1 er að nota augnskugga grunninn sem hjálpar við að festa augnskuggann

Skref 2 er að nota ljósan augnskugga, t.d. sanseraðann á augnlokið. Ég nota duo augnskuggann frá Lepo númer 10

Skref 3 er að skyggja með dekkri augnskugga, ég nota Merlot frá NoName Cosmetics og 'fluffy' bursta til að blanda litinn vel. Ég nota einnig dekkri litinn í tvískipta augnskugganum frá Lepo

Skref 4 er að setja dökkan augnskugga (Lepo nr 10) undir augun til að skyggja vel.

Skref 5 er að opna augun með hvítan augnblýant.

Skref 6 er að nota augnhárauppbrettara og vel af maskara. Ég nota 3D maskarann frá Lepo. Þar mæli ég með að fókusa mestan maskarann á endana á augnhárunum.

Ekki gleyma að æfingin skapar meistarann og ég hvet ykkur allar til að æfa ykkur við hvert tækifæri. Þó svo það sé bara á þriðjudags morgni yfir kaffibollanum. 

Þið getið líka alltaf kíkt til okkar í NN Studio, ég hef þjálfað allar stelpunar til að gefa ykkur góð ráð og aðstoða ykkur við val á vörum. 

 

Kær kveðja

Kristín Stefáns

 

  |  

Fleiri færslur

0 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar