Augnhárabrettari - Hvernig notum við hann ?

Augnhárabrettari - Hvernig notum við hann ?

Smelltu hér til að skoða myndbandið. 

 

Þegar brettari er nefndur á nafn verða margar konur skelfingu lostnar og kvíða mikið fyrir því að prófa þetta áhald. Sumar halda að þetta fari íllla með augnhárin og þau detti bara af. Þær sögusagnir eru komnar frá þeim konum sem notuðu maskarann fyrst og brettu svo, þá vildu hárin festast við gúmmíið og verða þar eftir. Þetta er nauðsynlegt áhald og sérstaklega fyrir augnhár sem liggja beint fram. Með því að bretta augnhárin fá þau fallega mótun fyrir augnförðunina áður en við leggjum lokahönd á hana. 

Svona notar þú augnhárabrettara.

- Opnið augnhárarbrettarann og setjið aunghárin inn í gatið og leggið efri brúnina á brettaranum, þessa breiðari á augnlokin. 

- Athugið að öll hár séu á milli og byrjið að klemma laust og fylgist með hvort hárin brettist. 

- Klemmið/kreistið nokkrum sinnum og færið brettarann aðeins til, svona eins og pumpa smá og lyftið hendinni lítið eitt til að hjálpa til við að sveigja hárin betur.

Oft þurfum við að að kaupa nokkra brettara áður en við finnum þann eina rétta, þar sem þeir eru mjög misjafnir. Síðan verðum við að þrífa og sótthreinsa brettarann og sérstaklega gúmmíið til að koma í veg fyrir sýkingu og þá endist brettarinn okkar og plastið lengur. 

  |  

Fleiri færslur

2 Athugasemdir

  • Author image
    dwNVMylk: September 27, 2020

    VKRntIBfyeGvAs

  • Author image
    srUQoXyc: September 27, 2020

    jMoaYFce

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar