Breyta augnförðun frá dagförðun yfir í kvöldförðun.

Breyta augnförðun frá dagförðun yfir í kvöldförðun.

Smelltu hér til að skoða myndbandið. 

 

Það er ekkert mál að breyta dagförðun í kvöldförðun og við þurfum ekki að þrífa allt af og byrja upp á nýtt, nei alls ekki, við bara byggjum á góðum grunni frá dagförðuninni. Þegar við komum stressaðar heim eftir vinnu og allt of seinar í kokteilboðið, þá bara reddum við okkur á þennan hátt í þessi fáu skipti sem við erum seinar fyrir. Byrjum á að nota t.d stift farðann frá Noname og bæta aðeins á farðann, setjum meira bronzepúður í kinnarnar og svo snúm við okkur að augunum sem eru aðal áherslan og mesta breytingin. Gerum ráð fyrir að við höfum notað  ljósan augnskugga í dagförðuninni, tökum þá dökkan blýant og teiknum eyelinerlínu í kring um augað, dreifum úr línunni upp á við í sökkullínu og blöndum við ljósa litinn, setjum meiri maskara og svo hvítan augnblýant inn í augnlínuna til að stækka augun. Best að nota dökkan blýant til að ná fram sem mestri breytingu á augnförðun. Seinast að velja sér sinn uppáhalds varalit eða gloss og þú ert tilbúin í boðið sæt og fín.

Dagförðun til vinstri og breytt yfir í kvöldförðun til hægri.

Það sem ég notaði í þessa förðun. 

Augnskuggagrunn í noname til að festa augnskuggann. Verð 4600 kr.

Augnblýant í Lepo nr.40. Verð 3900 kr.

 Stiftfarðann frá Noname, litur Natural beige. Verð 6200 kr.

Bronzepúður frá Noname. Verð 5900 kr.

Hvítan blýant inn í augnhvarma frá Noname. Verð 3000 kr.

Augabrúnalitur frá NoName brúnn verð 4600

Varalitur Lepo varalitablýantur nr 81 og Sequins NoName gloss yfir. verð 3600

  |  

Fleiri færslur

2 Athugasemdir

  • Author image
    NbXldfpCwEjykMuO: September 27, 2020

    UHABJCYuxroDnKz

  • Author image
    aLZFEQUBRGS: September 27, 2020

    TPWwRFLrKjaEo

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar