Hvaða buxur bjóðum við upp á í NoName Studio?
Margar okkar þekkja mögulega hversu erfitt það er að kaupa sér nýjar buxur og sérstaklega gallabuxur.
Við í Noname Studio komum í öllum stærðum og gerðum. Við viljum geta boðið öllum upp á buxur og höfum í langan tíma verið að reyna finna gallabuxur sem eru þægilegar. Loksins náðum við að tryggja okkur Norfy gallabuxurnar frá Hollandi sem eru í góðum gæðum og á góðu verði. Gallabuxurnar kosta aðeins 8900 kr og við eigum þær núna til í svörtu, ljósu og dökkbláu (við erum að fá þær í sumarlitum með vorinu og við látum ykkur vita um leið og það gerist).
Gallabuxurnar koma í stærðum 36-48 og eru mjög teygjanlegar og mjúkar. Við mælum með að taka allavegana númeri minna en maður er vanur þar sem teygjan er mikil. Strengurinn er ekki stífur og skerst ekki inn í magann en fyrir þær sem eru með læri og rass þá passa buxurnar vel í mittið. Norfy gallabuxurnar ná yfirleitt upp að nafla og halda ágætlega vel við. Buxurnar haldast vel í daglegu lífi.
Svo eru Angelle Milan buxurnar okkar sem við höfum titlað 'bestu buxurnar', þær eru mjúkar og léttar með góðri teygju. Buxurnar eru með smá teygju í mittið sem er ekki með aðhald og svo er band í mittið sem heldur buxunum uppi.
Angelle Milan buxurnar geta verið notaðar dagsdaglega við boli eða kjóla, það er hægt að nota þær sem hluti af dragt eða þá sem kósý buxur. Það er alveg geggjað að fara í buxurnar eftir sundið eða ræktina, ekkert vesen að komast í þær þar sem buxurnar eru teygjanlegar og mjúkar.
Kristín talar alltaf um það að hún kemst í þær frá L alveg uppí XXL, það fer bara allt eftir því hvernig þið viljið hafa buxurnar. Ef þær eiga vera þröngar, svipað og leggings þá tekur hún L en ef hún vil hafa þær smá víðar, til að nota við síða boli og kímónó þá tekur hún XXL.
Við eigum alltaf til teygjubuxurnar. Við köllum þær oft 'photoshop' buxurnar okkar, þær eru eins og þykkar leggings. Buxurnar koma með vösum og eru rosalega þægilegar.
Þær halda öllu inni og eru með góðu aðhaldi, þær eru hinsvegar ekki óþægilegar ef maður tekur þær í réttri stærð. Stærðirnar eru eftirfarandi:
- S/M: 36-38
- M/L: 38-40
- L/XL:40-42
- XL/XXL: 42-44
- XXL/XXXL: 44-46
Það getur verið smá erfitt að átt sig á hvaða númer maður þarf, en til dæmis þá er hún Sigrún vanalega í 36-38 og hún tekur S/M og Kristín er 42 og tekur bæði L/XL og XL/XXL. Það er um að gera að koma og máta buxurnar og sjá hvað ykkur finnst þægilegast :D
Takk fyrir að lesa!
Knús frá okkur í NoName Studio