Fyllingarefni í andlit, Restylane

Fyllingarefni í andlit, Restylane

 Fyllingarefnið Restylane

Nú þar sem ég er 57 ára og pæli mikið í öllu sem tengist mínu fagi, fegrun og hvað við getum gert til að líta sem best út og okkur líði vel. Ég hef lengi haft áhuga á að kynna mér og prófa fyllingarefnið Restylane sem er þekktasta og viðurkenndasta efnið á markaðnum en það á að mýkja hrukkur og djúpar línur. Restylane er sænsk fyrirtæki sem framleiðir efnið Hyaluronic acid, undir ströngustu gæðakröfum, en efnið Hyaluronic sýra ( fjölsykrusýra) er í öllum vefjum okkar og mjög mikilvæg til að flytja og binda vatn í húðina. Meðferðin er áhrifaríkur valkostur sem endist í allt að ár, tekur stuttan tíma, árangur sést strax, engin deyfing nauðsynleg og engin hætta á ofnæmi. 

Áður en ég ákvað að fara og prófa þá pantaði ég tíma hjá húðsjúkdómalækni mínum henni Kristínu Þórisdóttur og fékk upplýsingar hvernig þetta gengur fyrir sig og hvað hún myndi ráðleggja mér að fá mikið magn og hvar. Ég vildi hafa þetta náttúrulegt og bara mýkja fellingar og línur svona eðlilegar en ekki "maska" mig út. Ég hugsaði að þetta gæti verið flott svona fyrirbyggjandi til að mýkja andlitsdrætti og eldast fallega, betra að bíða ekki of lengi því þá verða línurnar dýpri og skuggarnir meira áberandi. Margar konur hafa farið illa út úr t.d of mikilli sól, reykingum, skyndilegu þyngdartapi eða bara arfgengt þar sem húðin hefur misst ljóma og gerir okkur eldri en við þurfum að líta út fyrir, þá getur þetta hjálpað mörgum  að líða betur og eldast vel með smá hjálp.

Hvað kostar?

Hægt er að fá hálfa sprautu sem kostar 40.000 þúsund og er það mest notað ef lítið þarf að gera, t.d eingöngu í varir eða við broslínur. Heil sprauta kostar 80.000 og hún dugar fyrir broslínur, munnvik og varir. 

Mín upplifun ásamt myndum fyrir og eftir.

Ég tók heila sprautu og var sprautað í broslínur, munnvik og nokkrar smá línur á efri vör. Þetta var ekki sárt meira eins og smá klíp, annars gekk þetta mjög hratt og vel fyrir sig og ég fann að ég var í góðum höndum. Ég var smá rauð og fékk lítið mar. Fyrsta daginn fann ég smávegis fyrir efninu þegar ég strauk yfir húðina, ekkert óþægilegt, greindi aðeins þykkildi sem hvarf svo á 3ja degi, þegar efnið hafði náð að jafnast út. 

Ég verð að segja að það kom mér á óvart við þetta litla inngrip, hvað mér finnst húðin mýkri og já meiri fylling og sérstaklega hversu eðlilegt þetta er, ég er ennþá með mínar karakterlínur en mikið mýkri og ekki þessir skuggar sem oft á tíðum gera okkur mikið eldri. Mér finnst skipta miklu máli að svona aðgerðir breyti ekki útliti okkar heldur bæti, það er allof algengt að falla í þá gryfju að gera of mikið og meir og meir þanga til fólk afmyndast. Svolítið eins og ég segi oft "Less is More" :) Myndi ég mæla með þessu? Já hiklaust, ekki spurning! myndi ég fara aftur ? já hiklaust ! Gaman að vera búin að prófa þetta og geta ráðlagt öðrum konum og körlum sem eru búin að hugsa þetta en hafa ekki lagt út að fara í svona meðferð.

Efri myndin er eftir meðferðina, sú neðri fyrir. 

Fyrir og eftir.

 

Fara til fagfólks.

Ég legg mikla áherslu á og bendi öllum á að leita til fagfólks sem er með menntun, kunnáttu og reynslu í þessum málum. Það er fullt af fúskurum sem gefa sig út fyrir að hafa leyfi en eru ekki með læknismenntun og tiltæk leyfi sem þarf. Ég persónulega myndi aldrei fara til neins nema læknis. Kristín Þórisdóttir húðsjúkdómalæknir er búin að veita þessa meðferð í yfir 25 ár og veit nákvæmlega hvað á að gera. Allir húðsjúkdómalæknar og lýtalæknar veita þessa þjónustu og finnið þann sem ykkur líkar við. 

 

 

  |  

Fleiri færslur

2 Athugasemdir

  • Author image
    Kristín noname: October 21, 2020

    Sæl Lára
    Takk fyrir:) og að horfa og fylgjast með. Þetta dugar í ca ár og stundum lengur fer eftir persónulega hjá hverri og einni. Mun senda á síðuna á morgun nokkra aðila sem taka svona að sér þar sem margar eru að spyrja, sem mér finnst bara æðislegt ! Gangi vel

  • Author image
    Lára Berglind HElgadóttir: October 17, 2020

    Hæ elsku Kristin og takk fyrir að deila. Þú ert algjör engill að gera það. Þetta hefur tekist svo fallega og náttúrulega. Útgeislunin þín er samt alltaf langfallegust. Mig langar í svona, veistu hve lengi þetta dugar. Takk kær kveðja Lára

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar