Hvernig veljum við réttan farða ?

Hvernig veljum við réttan farða ?

Smelltu hér til að skoða myndbandið. 

 

Hvaða farða á ég að nota? Þunnan, þykkan, þekjandi og hvaða lit? Dökkan, ljósan, gylltan eða ...? Farðaheimurinn er alger frumskógur. Ég ætla þó að reyna að fræða  ykkur um það hvernig við veljum réttan farða og lit.  

Farðinn er ein besta vörnin sem húðin fær gegn utanaðkomandi áhrifum eins og ryki, kulda, hitabreytingum og daglegu áreiti sem húðin verður fyrir. Léttur farði ver húðina og hjálpar til við að vinna á roða og þurrkablettum. Sérstaklega ef þú ert með rósroða í andliti þá heldur þetta honum niðri þar sem húðin verður fyrir minna áreiti og eigum við að nota farða alla daga vikunnar. Hér er ekkert sem heitir að "hvíla" húðina eða leyfa henni að "anda" hún hefur nægan tíma að gera það að nóttu til. Farði í dag er ekki eins og á fyrri tímum þegar kökufarði var það eina sem var í boði og konur voru eins og dúkkur í framan, nú eru gríðarlegt úrval af flottum farða sem hver og ein getur fundið við sitt hæfi.  

Flestar eigum við í vandræðum með að finna réttan lit á farða sem hentar okkur og fáum oft á tíðum ráðleggingu um rangan lit. Til að byrja með eigum við alltaf að fara til fagfólks og koma með húðina hreina, án farða. Það sem við þurfum að hafa í huga er að velja lit eins líkastan húðlit á hálsi og bringu svo ekki myndist litaskil. Farðann á ekki að nota til að dekkja húðlitinn, til þess notum við bronzepúður. Farðinn er eingöngu notaður á andlit og gott að skoða litinn á húðinni í góðri dagsbirtu með spegli. Ef við notum rangan lit þá  sést það strax að við erum farðaðar og fellur ekki náttúrulega að húðlit okkar, situr á húðinni sem er ekki það sem við sækjumst eftir. Allar konur vilja vera með fallega húð og á sama tíma vernda hana fyrir áreiti og mengun og farðinn hjálpar okkur við það.  

 

  |  

Fleiri færslur

2 Athugasemdir

  • Author image
    hiVxvzDdH: September 27, 2020

    GniMsNhYpxdyPJ

  • Author image
    xCXvlfAEwdYTmMW: September 27, 2020

    huXpgcDGzNLjxVsw

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar