Tannhvíttun

Tannhvíttun

 

Smelltu hér til að skoða myndbandið.

 

Ég hef oft hugsað hvað það væri skemmtilegt að skarta fallegu hvítu brosi með "extra" hvítum tönnum eins og stjörnurnar en alltaf stoppað við hversu gerfilega þetta lítur út. Þannig að ég fór af stað og kynnti mér málið hjá tannlækninum mínum henni Úlfhildi sem ég fer árlega til. Tannhvíttun hentar ekki öllum t.d ekki þeim sem eru með slitnar tennur, ónýtar fyllingar, postulín eða svar-bláar tennur þannig við þurfum að byrja á því að fara til tannlæknis og fá ráðgjöf.

Til eru tvennskonar aðferðir, tannhvíttun sem heimameðferð en þá er tekið mót af efri og neðri góm og þú færð hvíttunarefni ( blöndu af vetnisperoxíði og bindi- og snefilefnum ) í sprautum sem duga í ca í 14 daga meðferð. Það sem skiptir megin máli er að setja lítið magn af efni í góminn og passa að það fari ekki á húðina eða tannholdið því það gæti brennt. Einnig er hægt að fara í tannhvíttun á stofu en það er fljótvirkara, tekur ca 2 tíma. Í þeirri meðferð lýsast tennurnar yfirleitt mjög mikið og oft eru meiri aukaverkanir eins og ofurnæmar tennur, glerungurinn veikist og tannholdið getur skaðast. 

Ýmiss efni eru á markaðnum og nefni ég hér nokkur.

Hvíttunartannkrem

Tannkrem með allskonar hvíttunarefnum geta verið góð í hófi, svona eins og meðferð t.d einu sinni til tvisvar á ári en það ber að varast að nota þannig tannkrem að staðaldri því þau innihalda grófan slípimassa eða einskonar skrúbb sem getur skaðað glerunginn. Tannlæknar mæla oft með GUM vörunum. 

Límstrimlar. t.d 3D crest 

Sniðugt til að prufa og sjá hvernig tennurnar taka við en þessi efni skila ekki langvarandi árangri. Það er einfalt, setja strimlana á tennurnar  (lím á þeim) og brjóta svo upp á innan á tennurnar. Gallinn við þessa meðferð er óþægindin við að hafa strimlana uppi í sér en þeir losna frá eftir smá tíma og efnið blandast munnvatninu.

Svo mæli ég alltaf með því að fá ráðleggingar fagfólks sem hefur góða þekkingu á hvíttunarefnum og meðferðum og til að meðferðin takist best.

Mín reynsla.

Ég ákvað að taka þetta alla leið, hætti í kaffi í 14 daga, notaði góminn samviskulega á hverju kvöldi og fór eftir öllum leiðbeiningum tannlæknisins. Það var ekkert óþægilegt að hafa góminn í 30 mínútur eins og ég hafði kviðið fyrir fyrir og ekkert vesen heldur! Ég vil að hlutirnir gerist fljót og vil sjá árangur sem ég og gerði. Myndi ég mæla með þessu? Já, hiklaust og ég mun halda áfram að nota þetta. Hér sjáið þið munin á myndum sem ég tók fyrir og eftir af sjálfri mér. Tek fram að myndirnar voru ekkert lagaðar, hvorki photoshopaðar eða filterar notaðir, sem er MJÖG algengt á myndum sem sjást á netinu.

Eftir 14 daga meðferð efri mynd.

 

Fyrir meðferð, neðri mynd.

 

 

 

 

  |  

Fleiri færslur

0 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar