Hyljari-Rétt og Rangt !

Hyljari-Rétt og Rangt !

Aldrei of oft farið yfir aðferðina hvernig við setja á okkur baugahyljara. Þessi mynd sýnir okkur hvernig EKKI á að setja á hyljara. Allstaðar er verið að ráðleggja og sérstaklega á YouTube þar sem ýmiss ráð eru í gangi og meira en helmingur af þeim kolrangur og gerir hlutina bara flóknari. Þetta er mjög einfalt, Less is More og sérstaklega augnsvæðið þar sem húðin undir augunum er þunn og fínar línur sjáanlegar, þá skiptir miklu máli að setja lítið magn og dúmpa með fingrunum til að blanda vel. Við setjum eingöngu þar sem skugginn er frá augnkrók og niður ( mismunandi eftir konum ) ekki út á gagnauga þar sem hláturslínurnar eru sjáanlegar. Mjög mikilvægt að nota tvo liti, einn ljósan til að lýsa og dekkri yfir hann til að jafna við okkar eigin húðlit, þannig endum við ekki með ljós "panda" augu. Einnig er hægt að nota farðann yfir hyljarann til að blanda. Á facebook síðu okkar erum við með kennsluvideo og góð ráð sem hægt er að skoða og læra réttu handtökin.

Hér sýnir Kristín hvernig á að hylja með þríhjólinu frá NoName. 

 

 

  |  

Fleiri færslur

18 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar