Óæskilegur hárvöxtur, mismunandi aðferðir að fjarlægja hár.

Óæskilegur hárvöxtur, mismunandi aðferðir að fjarlægja hár.

Smelltu hér til að horfa á myndbandið.

 

Hár taka upp á því að vaxa á líkamssvæðum sem þeirra er ekki óskað. Mjög oft koma hár í andlit sem getur orsakast af mörgum þáttum, t.d. aldri, hormónaójafnvægi, lyfjagjöf, breytingarskeiði kvenna eða arfgengi. Oft á tíðum getur hárvöxtur orsakast af of mikið myndast af karlhomóninu testoseróni í líkamanum, en hægt er að mæla það með einfaldri blóðprufu. Margar konur fara í það að plokka, raka eða klippa þessi hár en staðreyndin er einfaldlega sú að hárin vaxa ALLTAF AFTUR. Hver og ein kona þarf að finna það sem hentar henni best, svo er það staðreynd að um að leið og maður byrjar að fjarlægja hárin, þarf maður að halda því áfram. 

Ef þetta pirrar okkur ekki eða veldur okkur ekki hugarangri þá er best að byrja ekki á neinu. Margar konur hafa ekki val og þá þarf að velja þá aðferð sem hentar best og taka mið af kostnaði og tíma hver og ein er tilbúin að leggja út í.

Mismunandi aðferðir til að losna við óæskileg hár:

Vaxa. Heitt vax borið á hárin og þau síðan rifin af, vanda þarf til verka annars næst ekki að hreinsa hárin af í einni lotu. Hætta á inngrónum hárum, roða og ofnæmisviðbrögðum í húð. Hárin koma aftur eftir mislangan tíma hjá hverri og einni. Til að hægt sé að beita þessari aðferð þarf að láta hárin vaxa hæfilega til að vaxið grípi þau.

Lasermeðferð en það virkar ekki á ljós hár, hvít eða grá og hárin geta komið aftur. Virkar best á dökk hár. Meðferðin er sárskaukalítil en kostnaðarsöm.

Háreyðing með rafmagni er önnur leið, sáraukafull og hentar best fyrir þær sem eru með eitt og eitt hár á stangli, en hárin geta komið aftur þar sem verður að ná hárinu á réttum tíma. Kostnaðarsamt.

Klippa með skærum. Klippa með fíngerðum skærum, vandasamt og hárin vaxa aftur. Engin roði eða inngróin hár.

Plokka. Flestar konur grípa í það ráð að gera sjálfar og plokka eitt og eitt hár, þau vaxa alltaf aftur og koma oft á tíðum stífari aftur. 

Raka með rakvél. Þessi aðferð er verst þar sem rakvélar eru hannaðar fyrir karlmannshúð og þar af leiðandi særir viðkvæma húð og hætta á  stífari hárum, inngrónum og að fá "skeggrót".

Töfratækið lítil rakvél sem hentar viðkvæmri húð. Klippir hárið við yfirborð en rífur ekki upp eins og karlmannsrakvél,  engin roði, ertingur eða sársauki, hárin koma aftur. Kostur ræður sjálf ferðinni og getur gert þegar þú þarft.

Hnífur, sérstakur flatur hnífur sem strokið er yfir andlit og öll hár hverfa fíngerð og stíf. Húðin getur roðnað og fengið ofnæmisviðbrögð, hárin koma aftur. 

 

 

  |  

Fleiri færslur

2 Athugasemdir

  • Author image
    UGKcLImuX: September 27, 2020

    qfeBwhyFLtsYDoa

  • Author image
    tbicrZVjOHCJFSad: September 27, 2020

    XNmgvqzVs

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar