Sprungnir hælar og þurr húð.

Sprungnir hælar og þurr húð.

 

Smelltu hér til að skoða myndbandið. 

Þurr húð og sprungnir hælar ! Vandamál sem þú kannast við ? Já við erum margar sem berjumst við þetta, erum endalaust að leita ráða og kaupum hitt og þetta sem gæti virkað á þetta leiðinda vandamál en fáum ekki endanlega lausn. Ein ástæðan fyrir þurri og sprunginni húð á fótum getur verið að við notum ekki sokka. Húðin verður fyrir áreiti og núningi sem getur leitt til þurrks. Best er að byrja á að leita til fagfólks eins og fótasérfræðinga eða snyrtifræðinga sem gata meðhöndlað t.d líkþorn, inngrónar neglur, sigg eða aðra kvilla og til að fá rétta greiningu og ráðgjöf. Best er að venja sig á að fara reglulega til sérfræðings t.d þrisvar á ári, vorin, haustin og fyrir jól og síðan halda þessu sjálfur við með því að nota vikulega fótarasp og hugsa vel um fæturnar. En það er til einfalt og ódýrt ráð við fótaþurrki og það er einfaldlega að bera gott, feitt krem t.d Locobase LPL eða olíu á hælana daglega, fara í sokka og vera í þeim að minnsta kosti 3 til 4 tíma í senn. Við getum gert þetta fyrir nóttina  eða á morgnana áður en við höldum út í daginn. Með þessu ráði helst húðin á fótunum mjúk og  sprungnir hælar verða úr sögunni. 

 

Góðir inniskór eða cosý sokkar er nauðsynlegt að eiga.

 

Algengar ástæður sprungna hæla og þurri húð.

  • Truflanir í innkirtakerfinu.
  • Skortur á A- Vítamíni í líkamanum.
  • Sokkaleysi daglega og opnir skór.
  • Of þéttir og þröngir skór.
  • Léleg bróðrás.
  • Vöntun á fitusýrum í húðinni sem heldur við raka og teyjanleika.
  • Sveppasár í húð.

 

Mynd sýnir sprungna húð á hælum sem margir berjast við.

 

 

 

  |  

Fleiri færslur

0 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar