Takk Fyrir Febrúar
Hæhæ allir saman!
Þvílíkur mánuður sem við höfum átt saman, síðasta vika febrúar er nú hafin og við höfum verið á fullu allan mánuðinn. Við höfum verið að fá sendingar í hverri einustu viku, alltaf eitthvað nýtt og þið hafið verið duglegar að koma skoða. Facebook myndböndin okkar halda áfram að vera vinsæl og erum við núna byrjaðar á því að setja líka inn á instagram. Við heyrðum líka að því að við erum byrjaðar að slá í gegn á öðrum samfélagsmiðlum eins og twitter og tiktok! Ykkur að þakka :)
Hitarúlluburstinn kom í forsölu fyrir tveimur vikum og á einni viku voru 140 stk seld í forsölu. Núna er hann kominn í búðina og þið getið komið og skoðað hann. Burstinn kostar 10.900 kr
Við kynntum nýtt merki sem við vorum að taka inn, við köllum það DA-design og er það elegant og fallegt merki. Vörurnar eru gæðavörur og mikið er lagt í smáatriðin í merkinu. Það komu æðislegir svartir biker jakkar, gervi pels og leður buxur sem hafa slegið í gegn. Hvítar og svartar skyrtur komu líka og mjög fallegur aðsniðinn hvítur toppur. Um að gera að koma og skoða hjá okkur eða kíkja á vídjóin sem Kristín og Sigrún tóku.
Á næstu dögum fara nýjar vörur að koma inn þannig endilega fylgist vel með á facebook, við höldum áfram að sýna flest allt nýtt á facebook í vinsælu myndböndunum.
Við fengum í síðustu sendingu þrjá nýja Angelle Milan kjóla sem eru rosalega fallegir og fara þeir á netið og fram í búð seinna í þessari viku. Við eigum alltaf til einlitu Angelle Milan kjólana okkar sem eru til í öllum stærðum og eru mjög klæðilegir á flest allar líkamstýpur. Við erum allar sammála að Angelle Milan kjólarnir henta við öll tækifæri, í vinnu eða við fín tilefni. Svarti Angelle Milan kjóllinn er mjög fínlegur þegar farið er í hæla og skellt á sig fallegum skratgripum, okkur finnst Krákan akkúrat ómissandi við Angelle Milan kjólana.
Takk fyrir að fylgjast með okkur!
Stelpurnar í NoName