Velkomin Margrét!

Velkomin Margrét!

Hæhæ Stelpur!

Alltaf er eitthvað nýtt að gerast hjá okkur í No Name og vorum við að ráða nýjan starfsmann og tekur hún við boltanum hér á blogginu.

Margrét Guðjónsdóttir heiti ég og var að taka við hjá henni Kristínu sem markaðs og sölustjóri No Name Studio.

Nú er komið að því að halda áfram að stækka No Name vörumerkið og gera búðina enn meira algengilegri fyrir ykkur allar.

Ég ætla passa að allir samfélagsmiðlar eins og Facebook sé með réttar upplýsingar, að myndböndin okkar séu með nýjustu vörum og að við getum verið í stanslausum samskiptum við ykkur.

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá er vefverslunin að breytast rólega og á næstum vikum verðum við að vinna í því að koma flestum vörum á netið. Það gerir það að verkum að þær sem búa útá landi geta nálgast allar vörur áður en allt verður uppselt.

Við höldum áfram að versla lítið magn af hverri flík og reynum frekar að vera duglegar að kaupa nýtt og mismunandi flíkur. 

Í síðustu viku þá fór hitarúlluburstinn á forsölu í vefverslun og hefur það gengið mjög vel. Þær sem hafa átt erfitt með að panta á netinu náðu að klára pantanir með hjálp frá okkur. Burstinn kemur í takmörkuðu upplagi og mæli ég eindregið með því að tryggja sér eintak og kaupa hann í forsölu. 

Við tókum einnig upp nokkrar sendingar þannig á næstum vikum þá koma fullt af nýjum myndböndum á Facebook og skemmtilegt að segja frá, en No Name verður enn þá meira áberandi á Instagram þar sem hægt er að skoða allt sem búðin hefur upp á að færa. 

Ég vil samt fá að heyra frá ykkur! Hvað vilji þið sjá í búðinni og á netinu? Sendið mér skilaboð á Facebook síðunni hjá Noname og látið mig vita hvað ykkur finnst vanta eða hvað það er sem þið viljið sjá meira af.

Mér finnst skipta rosalega miklu máli að halda áfram að spjalla við ykkur og halda áfram að sýna ykkur allt sem kemur í búðina

Það er margt spennandi að gerast hjá No Name Studio og hlakka ég til að vera hluti að frábæru teymi!

 

  |  

Fleiri færslur

0 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar