Hyljari þrískiptur -notkun

Hyljari þrískiptur -notkun

Það er ekki sama hvernig við notum hyljara, hér sýni ég ykkur hvernig best er að nota hann og hvað ber að hafa í huga. 

Smelltu hér til að skoða myndbandið. 

Flestar þurfum við að nota hyljara/consealer sem er sérstakur farði þykkari en annar farði og hylur betur dökk svæði undir augunum sem við köllum bauga. Þegar við setjum hyljarann á þá leggjum við áherslu á að fela eingöngu það dökka svæði sem sést en ekki dreifa honum út á gagnaugað þar sem fínar hláturslínur hafa myndast. 

Best er að nota hreina fingur til að dúmpa litnum undir augun, náum betri tilfinningu og minni hætta á að setja of mikið magn. Að sjálfsögðu er líka hægt að nota bursta og sýni ég í kennsluvideo með bursta. Hér skiptir öllu máli að nota sem minnst af vörunni þar sem algengustu mistökin eru að setja of þykkt lag af hyljara til að reyna að hylja baugana, en þá drögum við frekar fram fínar línur og það verður meira áberandi. Setja þunnt lag og dreifa vel, við erum ekki að reyna að hylja allt, heldur hylja roða, bláar æðar eða dökka skugga. Best er að nota þrískiptan hyljara sem inniheldur dökka og ljósa tóna, þannig fáum við alltaf réttan lit. Byrjum á að lýsa svæðið með ljósum lit og ef þarf að dekkja aðeins með dekkri tón svo við fáum ekki "panda augu" allt of ljósar undir augum. 

Vörurnar sem ég nota eru þessar: 

 

Hyljarinn frá NoName þrískiptur. Verð 4.600

Smelltu hér til að skoða hyljarann 

Burstar noname, hyljara bursti. Verð 2.500 kr 

Smelltu hér til að skoða burstana

 

 

 

 

 

  |  

Fleiri færslur

2 Athugasemdir

  • Author image
    YFwQzHBcAUW: October 03, 2020

    KVAvyCfraiQoXqU

  • Author image
    tqRoKvkbQMLIF: October 03, 2020

    LABQdypFoDnWj

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar