Orku drykkur fyrir heilsuna !
Þessi er rosalegur! bæði góður á bragðið og einstaklega auðveldur sem mér finnst alltaf skipta máli, hafa hlutina einfalda og þurfa ekki að vera með fullan frystinn af ávöxtum og vera hálftíma að undirbúa. Less is more er okkar mottó :)
En hér er uppskriftin.
1 bolla af frosnu spínati/ eða fersku.
1 og hálfur bolli Almond mjólk
1 og hálfur bolli frostið mango
Slass ( hálf teskeið) engifer rifið.
1/2 bolli sítróna.
Ég set stundum Turmeric smá í drykkinn, en í Turmeric eru fullt af andoxunarefnum og bólgueyðandi efni sem sagt er að geti hamlað krabbameinsfrumum að myndast ! skaðar ekki að setja smá slurka af því :)