Einkanámskeið með Kristínu Stefáns

Venjulega verðið
20.000 kr
Söluverð
20.000 kr
Venjulega verðið
Uppselt
Einingaverð
per 

Einkakennsla í förðun með Kristínu Stefáns snyrti-og förðunarmeistara.

Tilvalið fyrir þær konur sem vilja læra grunninn að allri förðun eða þær sem vilja bæta við sig meiri tækni. Oft koma konur sem vilja endurnýja snyrtibudduna, hressa uppá förðunina sína, eða búnar að vera fastar í sama farinu og vilja breyta til með því að læra nýja hluti. Ýtarlega kennsla þar sem þið lærið réttu handtökin.

Innifalið er vegleg gjöf og afsláttarkort með 10% afslátt af snyrtivörum í eitt ár frá NoName Cosmetics og Lepo.

Tímasetning fyrir námskeiðið er samningatriði en besti tíminn er annað hvort frá 9-11 eða 18-20. Vinsamlegast hafið samband á sala@noname.is eða í gegnum facebook til að bóka tíma. 

Við bjóðum uppá léttar veitingar fyrir þær sem vilja.

Fyrir námskeiðið verður Krisín í sambandi til að fá upplýsingar varðandi húð og hvað er verið að leitast eftir. Námskeiðið eru tveir klukkutímar og síðan er eftirfylgni sirka tveim vikum eftir að námskeiðinu líkur. Þá er rætt hvernig vörurnar eru að virka og hvernig gengur að nýta upplýsingarnar sem lærðar voru á námskeiðinu.

 Námskeiðið kostar 20.000 kr og er 2 klst

Eftir námskeiðið er eftirfylgni og biðjum við ykkur um að mæta aftur 1-2 vikur seinna 


Add some text content to a popup modal

Gerast áskrifandi að fréttabréfinu okkar

Þú færð sendar upplýsingar um ný tilboð og fréttir hjá NN Studio