Mömmu kjóllinn Stuttur

Venjulega verðið
12.900 kr
Söluverð
12.900 kr
Venjulega verðið
Uppselt
Einingaverð
per 

Sagan bakvið mömmu kjólinn!

Móðir Kristínar átti kjól sem Kristín erfði og þetta var kjóll sem Kristín var alltaf í þegar hún var heima. 

Mamman var alltaf í kjól þegar hún var heima fyrir, í minningunni var hún alltaf fín en með þægindin alveg í fyrsta sæti. Kristín erfði síðan kjólinn og notaði mikið þegar hún var heima. Þetta er kjóllinn sem hún fór alltaf í þegar hún kom heim og lifði í honum á kvöldin og um helgar. 

Kjóllinn er löngu orðinn slitinn og marg saumaður, Kristín ákvað þá að láta taka snið af kjólnum og laga hann aðeins, eins og að setja tvöfalt efni að framan og band að innan sem hægt væri að nota til að gefa kjólnum snið. Kristín endurhannaði kjólinn sem skiptir hana miklu máli. Með breytingunum þá er hægt að nota kjólinn utan heimilisins enda með réttum auka hlutum þá er hann sparilegur. 

Mikið var spurt varðandi kjólinn og ákvað þá Kristín að fá fyrirtæki sem við vinnum með í París að sauma kjólinn fyrir okkur úr góðum efnum. 

Kjóllinn er í einni stærð, sem hentar vel fyrir 40-52. Það er mikil teygja í efninu og bandið að innan gerir það að verkum að kjóllinn er mjög vel sniðinn að hverjum og einum. 

Efnislýsing:  95% polyester 5% elastine

Kristín og mamma hennar, Jóhanna. árið 1989

Add some text content to a popup modal

Gerast áskrifandi að fréttabréfinu okkar

Þú færð sendar upplýsingar um ný tilboð og fréttir hjá NN Studio