Förðunarnámskeið NoName fyrir hópa (2-4 manneskjur) – NN Studio
Förðunarnámskeið NoName fyrir hópa (2-4 manneskjur)

Förðunarnámskeið NoName fyrir hópa (2-4 manneskjur)

Venjulegt verð 7,500 kr einingaverð  per 

Skattur innifalinn

Förðunarnámskeiðin í NoName eru loksins byrjuð aftur fyrir litla hópa! Þetta eru frábær námskeið fyrir þær sem vilja læra grunninn eða fá innblástur til að breyta til. 

Hópanámskeiðin eru miðuð við tvær til fjórar konur í senn. þetta er tilvalið fyrir litla hópa, vinkonur, saumaklúbbinn, samstarfsfélagana, mæðgur, frænkur eða hvaða hóp sem er.  Fyrir einstaklingskennslu þá erum við með einkanámskeið í förðun sem Kristín Stefáns kennir og fyrir stærri hópa erum við með dekurkvöld. Hægt er að lesa hér um önnur námskeið

HVAÐ LÆRIÐ ÞIР

Á þessum vinsælu námskeiðum lærið þið að farða ykkur á einfaldan hátt, dag- og kvöldförðun undir handleiðslu förðunarmeistara og hver og ein fær persónulegar ráðleggingar. Allar farða sig á staðnum og læra þannig grunninn sem nauðsynlegt er að kunna ásamt umhirðu húðar.

Allar vörur innifaldar á námskeiðinu og 10% afslátt af allri vörusölu í NoName og Lepo húðlínunni.

DAGSETNINGAR

Tímasetning alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:00-20:00, getur farið yfir uppsettan tíma.. Hægt að senda okkur tölvupóst ef óskað er eftir sérstakri dagsetningu.

Við erum einnig komnar með aðstöðu þar sem námskeiðin geta verið á opnunartíma ef fólk óskar sérstaklega eftir því. 

Endilega sendið skilaboð á Facebook, í tölvupósti (sala@noname.is) eða hafið samband í síma 533-2223 til að staðfesta tímann :) 

Verð 7.500 kr á manneskju

HVERJIR KENNA: 

Við erum með nokkra förðunarfræðinga sem eru með margra ára reynslu í bransanum sem kenna námskeiðin. Kristín Stefáns, Svanhvít Valgeirs og Kristín Friðriksdóttir. Ekki er hægt að lofa ákveðnum kennara á námskeiðið. 

BÓKANIR 

Senda fyrirspurn á facebook eða bóka á netfang  sala@noname.is eða hringja í síma 533-2223

- Ertu búin að bóka í gegnum email/facebook eða síma og þarft að greiða? Þá veluru fjöldann hér fyrir neðan hversu margir mæta og greiðir þá upphæð. Þetta kostar 7.500 kr per manneskju